top of page
Search

Stefnuræða oddvita Þ-listans 2022

KRÍAN

Þegar ég var að hugsa um hvað ég ætti að segja hér þá varð mér ofarlega í huga ferðalag sem við fjölskyldan fórum í. Við vorum að fara í heimsókn vestur í land, Ég var ekkert sérstaklega spennt því ég vissi að við værum að fara á versta tíma með tillit til kríuvarps. Ég hafið óbeit á kríunum og fannst þær óþolandi. En við fórum og í þann mund sem við rennum í hlað. Er verið að leggja af stað í göngu niður í fjöru. Ég hálfpartinn missi af hópnum þar sem ég var að reyna finna mér hjálm því ætlaði ekki að láta gogga í mig. Það for svo þannig að ég og einn eldri maður gengum saman á eftir hópnum maðurinn reyndist vera kanadískur fuglafræðingur. Hann sagði mér allt um kríur og hvað þær væru magnaðar. Eftir þessa stuttu gönguferð þá breyttist í viðhorf mitt út óbeit í aðdáun.

Vissu þið að Krían ferðast yfir 70. þúsund kílómetra á hverju ári, ég vissi það ekki. Hún er rétt rúmlega 100gr. á þyngd.

Mér verður oft hugsað til Kríunnar og hvað það sé ótrúlegt að eitthvað svona lítið geti gert svona mikið.



Kannski kom Krían svona sterkt upp í hugan minn í samhengi við Þ-listann. Við erum kannski eins og krían, eitthvað lítið sem getur gert svo mikið og líka vegna þess að einhverjum gæti þótt við við óþægileg eða jafnvel óþolandi með skoðanir á ýmsum málum.


Jú við höfum ákveðna sýn á hvert við viljum stefna.

Og nýtt fólk og ný sýn þýðir ekki töpuð reynsla, reynsla síðustu ára er ekki aðeins persónubundinn við sveitarstjórnarfólkið heldur liggur hún eftir hjá sveitarfélaginu. Við í Þ-listanum ætum að byggja á reynslunni líkt og hver annar.

En ef við ætlum að læra af reynslu þá þarf að horfast í augun við hlutina.Betur má ef duga skal, það eru ákveðnir hlutir sem þarf að gefa betri gaum. Það þarf að leggja áherslu á að klára þau verk sem ráðist er í. Það þarf að hugsa hlutina út frá einhverri heildarmynd. Það þarf til að mynda að vakta fjármálin stöðugt. Eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins er gott en það hefur lækkað talsvert síðustu árin. Skuldahlutfallið hefur breyst en það þarf auðvitað að skoða það í stærra samhengi. Launakostnaður hefur hækkað verulega á milli ára. Þetta eru þættir sem þarf að skoða vandlega. Við erum eins og er með hæst launaðasta sveitarstjórann af öllum 1000 manna sveitarfélögunum. Lang hæst launaðasta. Þetta eru þættir sem við í þ-listanum þorum að horfast í augu við.


Nú hafa langflest sveitarfélög frístundastyrki fyrir börn. Núverandi sveitarstjórn hefur gert ráð fyrir fimm milljónum í slíkan styrk á þessu ári sem er þá líklega um 25.000 krónur á barn. Við teljum frístundastyrk þurfa vera 50.000 krónur þannig að öll börn ættu að geta stundað að minnsta kosti eina tómstund og styrkur sem nær ekki að dekka æfingagjöld getur gert meiri grikk en gott.

Það þarf að setja umhverfismálin í meiri forgang og Það þarf að dusta rykið vinnunni sem fór fram 2015 - 2019 er varðar umhverfisstefnu sveitarfélagsins.


Við viljum einnig standa fyrir dreifðari forystu meðal annars með stofnun svæðisráða. Tenging sveitarstjórnar í nefndir er nauðsynleg en það að skipa nánast enga aðra en sveitarstjórnarfólk í stærstu nefndir sveitarfélagsins er auðvitað ekki í anda góðra lýðræðislegra stjórnsýsluhátta.


Það er einfalt mál að hafa opið bókhald og að streyma sveitarstjórnarfundum og það þarf að koma því í framkvæmd.


Erum við að halda því fram að allt sem núverandi sveitarstjórn hafi gert sé slæmt, NEI. Alls ekki, núverandi sveitarstjórn getur sagt ykkur frá því sem vel hefur tekist. En það verður að vera hlutverk einhvers að benda á það sem miður fer og veita aðhald. Við verum að geta sett okkur inn í mismunandi hlutverk í sveitarstjórn og átt heilbrigð skoðanaskipti það er einfaldlega partur af því að því að geta unnið saman sem ein heild.

Kannski getum við í Þ-listanum komið skemmtilega á óvart og með dugnaði og skýrri sýn jafnvel náð langt eins og Krían.

Takk fyrir

Anna Greta Ólafsdóttir,

  1. sæti Þ-listans

81 views0 comments
bottom of page