
Anna Greta Ólafsdóttir
Sveitarstjórnarmaður Þ-listans
Leikskólastjóri og ráðgjafi
1. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
MA í menningarstjórnun
Diploma í opinberri stjórnsýslu (ólokið)
Bs í íþróttafræðum
Áhugamál
Skólamál, pólitík, arkitektúr og íslensk náttúra
Ég vil að Bláskógabyggð sé leiðandi sveitarfélag
Við fjölskyldan fluttum fyrst í Bláskógabyggð árið 2007 og þá á Laugarvatn, við komum svo aftur 2017 eftir að hafa verið í burtu í fimm ár. Við sáum strax fyrir okkur að setja stað hér í sveit og vorum mjög lánsöm þegar við sáum hús til sölu í Laugarási 2016 sem við fluttum svo inn í ári seinna.
Það er stór ákvörðun að ákveða hvar maður ætlar að búa og ala upp sín börn. Það hefur verið forgangsatriði hjá mér og manninum mínum að bjóða stelpunum okkar þrem að alast hér upp og eru ástæðurnar margar. Samfélagið hér og fólkið er það fyrst og svo auðvitað einstök náttúran.
Síðastliðin tíu ár hef ég aðallega unnið sem skólastjóri og eru skólamálin mér alltaf mjög hugleikin. Ég lét af störfum sem skólastjóri Varmárskóla í Mosfellsbæ nú í haust. Varmárskóli var þá einn af fjölmennustu skólum landsins með tæplega 900 nemendur og um 160 starfsmenn. Ég hef einnig verið stjórnandi hjá ríkisstofnunum. Ég vinn nú að stofnun fyrirtækisins Geta, sem sérhæfir sig í ytra mats úttektum fyrir leik- og grunnskóla.
Stjórnun, árangur og gæði eru mér mikið hugarefni. Ég vil sjá Bláskógabyggð leiðandi og til fyrirmyndar í sem flestum málum, þá sérstaklega í skólamálum, umhverfismálum, hönnun og þróun byggðar os.fv. Við erum með í höndunum dýrmætt landsvæði og dýrmætt samfélag sem hefur ala burði til þess að vaxa og dafna svo um munar.

Jón Forni Snæbjörnsson
Sveitarstjórnarmaður Þ-listans
Byggingaverkfræðingur, kennari og slökkviliðsmaður
2. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
M.Sc. í byggingarverkfræði frá HÍ
B.A. nám í sagnfræði (ólokið)
Menntun framhaldsskólakennara, viðbótardiplóma við HÍ
Nám hlutastarfandi slökkviliðsmanna
Tökum vel á móti fólki sem sækir okkur heim
Í Bláskógabyggð liggja mínar rætur, og nú eru liðin rúm 7 ár síðan við fluttum heim með tvo unga drengi í sveitina okkar. Eftir að ég hafði sótt mér menntun og síðan reynslu við störf á orkusviði stórrar verkfræðistofu í rúman áratug. Römm er sú taug og allt það, margt hefur breyst hér í sveit og næg verkefni er að finna fyrir vinnufúsar hendur.
Ég hef að aðalstarfi kennslu við Menntaskólann að Laugarvatni, ásamt því að reka eigin verkfræðistofu, er hlutastarfandi slökkviliðsmaður Brunavarna Árnessýslu og í björgunarsveitinni Ingunni. Einnig kem ég að almennum búrekstri í eigu fjölskyldunnar í Austurey og í Eyvindartungu, en á síðarnefnda bænum höfum við tvær smávirkjanir í rekstri ásamt ferðaþjónustu, útleigu á sumarhúsi og veislusal.
Áhugi minn á sveitarstjórnarmálum liggur að mestu á mínum sérsviðum, skipulags- og byggingarmálum og menntamálum almennt ásamt því að huga að menningararfi svæðisins. Að gera góða byggð en betri og taka m.a. betur á móti þeim mikla fjölda fólks er sækir okkur heim á hverju ári, hvort sem það stoppar aðeins stutta stund eða vill bætast í hóp íbúa ört stækkandi sveitarfélags.
Síðastliðin ár hef ég setið sem fulltrúi foreldra í skólanefnd Bláskógabyggðar. Ég sé tækifæri í aukinni samvinnu milli skólastiga hér í sveit, og auðveldara aðgengi að menntunarmöguleikum í heimabyggð.

Andri Snær Ágústsson
Eigandi ferðaskrifstofu
3. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
Diplóma í kvikmyndagerð frá European film college í DK
Leiðtogi í þjónustu og upplifanahönnun mini mba frá Akademias,
Hef einnig sótt fjölmörg námskeið og fyrirlestra í þjónustu og ferðamálum.
Meirapróf, slysavarnaskóli sjómanna og fleiri öryggisnámskeið.
Áhugamál
Útivist, hreyfing, heilsa, ferðalög, þjónusta, tónlist.
Styðjum við uppbyggingu í ferðaþjónustu
Síðustu 10 ár hef ég starfað innan ferðageirans, þar byrjaði ég að vinna sem leiðsögumaður í fjórhóla og fjallahjólaferðum, færði mig svo yfir í prívat ferðir þar sem ég hef verið ökuleiðsögumaður í ferðum með fjölskyldur, hjón, pör og aðra minni hópa út um allt okkar fallega land.
Bláskógabyggð hefur alltaf heillað en það var svo í byrjun desember 2021 þegar ég og konan mín, Þóra Kristín Þorkelsdóttir fluttum hingað með börnin okkar þrjú úr vesturbænum. Við höfðum enga tengingu hingað en staðurinn heillað algjörlega og hefur haldið því áfram eftir því sem tíminn líður og því meira sem við kynnumst af fólkinu hér sjáum við að hér býr, öflugt fólk sem lætur hlutina gerast. Allir hafa tekið okkur vel og ég fyllist innblástri af því að sjá hvað fólk hér hefur verið að gera þegar það kemur að því að byggja upp ferðaþjónustu í bland við góða innviði til búsetu og innihaldsríks lífs.
Hér viljum við búa um ókomna tíð og ala upp börnin okkar. Þess vegna ákvað ég að bjóða mig fram hér, því ég vill taka þátt í að byggja á því góða hér og mynda sterka framtíðarsýn í ferðaþjónustu og almennum lífsgæðum fólksins hér á svæðinu.
Ég lifi eftir þeim gildum að lifa og læra, ég er ekki fullkominn frekar en næsta manneskja, en ég vill alltaf taka ábyrgð á því sem ég geri og læra ef betur mætti fara.
Byggjum sterka og skýra framtíðarsýn saman.

Stephanie Langridge
Ferðaþjónustu- og markaðssérfræðingur
4. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
MSc Stjórnun í ferðaþjónstu við HR
Master í Markaðsfræði við HR
Bachelor of Arts and Communications, Háskólinn í Sidney
Starf
Ferðaþjónustu- og markaðssérfræðingur
Ég er stolt af mínu sveitarfélagi
Ég er með tvöfalda mastersgráðu í stjórnun ferðaþjónustu og markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Lokaverkefni mitt fjallaði um umbreytingu nýrra íslenskra ferðamannastaða í sjálfbæra áfangastaði. Tilviksrannsókn á eldgosinu í Geldingadal 2021. Verkefnið gefur mér mikilvæga innsýn í hvernig ég get starfað sem best fyrir Bláskógabyggð til að tryggja að við göngum að sjálfbærum og sterkum innviðum.
Ég flutti í Bláskógabyggð frá Ástralíu aðallega til að vinna við ferðaþjónustu. Ég hef aðallega starfað við jöklaleiðsögn í Öræfasveit. Eftir að ég flutti í Bláskógabyggð hef ég einnig lært almenn bústörf og meiri íslensku.
Síðastliðin tvö ár hef ég kennt valáfangann ,,Upplifðu Suðurland“ við Menntaskólann að Laugarvatni með sérstaka áherslu á Uppsveitir Suðurlands. Ásamt fjölda nágranna minna og vina, bæði af íslenskum og erlendum uppruna, hef ég skipulagt og séð um viðburði á vegum félagsins ,,Planet Laugarvatn“, félag sem er ekki er rekið í hagnaðarskyni heldur til að standa að viðburðum fyrir fjölskyldur og nærsamfélagið.
Ég er stolt af mínu sveitarfélagi og er lánsöm að eiga hér fjölbreyttan og virkan hóp vina og nágranna sem fyllir mig tilhlökkunar að búa hér til framtíðar með minni fjölskyldu.

Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir
Umsjónarmaður fasteigna
5. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Starf
Umsjónarmaður fasteigna
Áhugamál
Útivist og þá sérstaklega göngur, handavinna, ferðalög, samfélags-, félags-, og menningarmál, jóga
Ýtum undir styrkleika byggðarkjarnanna okkar
Ég hef búið á Laugarvatni meira og minna síðastliðin 11 ár. Alla tíð verið með annan fótinn á Laugarvatni þar sem amma mín og afi bjuggu og á ég margar dásamlegar æskuminningar héðan og á það stóran þátt í því að ég vilji búa hér til framtíðar.
Ég er 30 ára gömul, yngst þriggja systkina. Ég bý með 8 ára dóttur minni. Ég tók við starfi umsjónarmanns bygginga Háskóla Íslands á Laugarvatni í ársbyrjun 2020. Þar á undan starfaði ég á leikskólanum á Laugarvatni og í hótelrekstri fyrir þann tíma. Ég er búin að vera meðlimur í kvenfélagi Laugdæla um nokkurt skeið og nýverið lét ég svo langþráðan draum rætast og byrjaði í björgunarsveitinni Ingunni. Hlakka ég mikið til að fá að vaxa og dafna í öllum þeim samfélagslegu verkefnum er fylgja almennu félagsstarfi.
Hér í Bláskógabyggð erum við með þrjá frábæra byggðarkjarna sem hafa allir ólíkar þarfir. Við þurfum að ýta undir styrkleika hvers og eins til að allir fá að blómstra ásamt sveitinni okkar. Ég hef mikla trú á að með vandaðri stjórnsýslu og auðveldu aðgengi íbúa að samtali, sé hægt að áorka miklu.

Hildur Hálfdanardóttir
Skólafulltrúi og ritari
6. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
B.Ed. próf frá Háskóla Íslands, Viðbótardiplóma í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands.
Ég vil taka þátt í að efla uppbyggingu í Bláskógabyggð
Laugarvatn er mér mjög kært, ég flutti hingað með eiginmanni mínum og þremur börnum í lok sumars 2021. Ég hef nánast eytt öllum sumrum og öllum fríum hér í landi prentara í Miðdal sem barna og unglingur, þar sem foreldrar mínir eiga sumarbústað. Hjartað leitar heim og endaði ég í Menntaskólanum að Laugarvatni frá 2000 - 2004, þar kynntist ég mörgum góðum vinum og einn af þeim er nú eiginmaður minnn, Einar Þór. Ég hef stundað nám í Kaupmannahöfn og unnið þar í leikskóla. Hér heima hef ég unnið sem leikskólakennari, deildastjóri um stund og sérkennari. Nú vinn ég sem skólafulltrúi/ritari í Menntaskólanum að Laugarvatni. Það sem ég vil helst sjá er meiri uppbygging á svæðinu, nú er gott tækifæri að fá fjölskyldur á svæðið, þar sem fjarvinna er orðin mun auðveldari en áður. Laugarvatn er útivistarparadís, hægt væri að halda áfram að byggja upp gönguleiðir niður við vatn og upp í hlíðum Laugarvatnsfjalls. Nauðsynlegt er að halda í heilbrigðisþjónustu á svæðinu og halda áfam að hlúa að börnunum okkar og ungmennum.

Kamil Lewandowski
Kennari og aðstoðarmatráður
7 sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
MA gráða í landafræði og sögu, sérhæfing kennslu og svæðisbundin landafræði og ferðaþjónusta.
Áhugamál
Stjörnufræði og íþróttir
Ég vil koma að því að auka húsnæðismöguleika í Bláskógabyggð
Mig langar að vinna og hrinda í framkvæmd verkefnum sem snúa að bættum lífsgæðum í Bláskógabyggð. Sérstaklega vil ég auka húsnæðimöguleika ungs fólks og launafólks. Að auki langar mig að bæta íþrótta- og afþreyingarinnviði fyrir börn og unglinga í Bláskógabyggð. Ég er formaður umhverfisnefndar í ML og langar mig að hefja byggðasamvinnu til að bæta umhverfisvernd.
Ég held að sveitarfélagið okkar hafi gríðarlega möguleika sem ættu að nýtast komandi kynslóðum.

Anthony Karl Flores
Nemi í húsasmíði
8. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
Stúdent
Nemi í húsasmíði
Smári Stefánsson
Framkvæmdarstjóri
9. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
M.A í íþrótta og útivistarfræðum frá Universitetet i sørøst-norge

Jens Pétur Jóhannsson
Rafvirki
10. sæti á lista í kosningunum 2022
Heimili
Menntun
Rafvirkji